SIGUR á Mexíkó!!!!

Kvennalandslið Íslands skipað leikmönnum yngri en 18 ára gerði sér lítið fyrir og skellti Mexíkönum með 3 mörkum gegn 1.  Fyrirfram var búist við erfiðum leik því Mexíkó var að koma niður úr næsta styrkleikaflokk fyrir ofan þennan.  Liðið spilaði agað og vel fyrstu 2 leikhlutana og staðan eftir þá var 0 - 0. það var síðan í þriðja og síðasta leikhluta sem að okkar konur settu verulega pressu á andstæðingana og fóru að raða inn mörkum.  Eyrún Garðarsdóttir skoraði fyrsta markið þegar um fjórar og hálf mínúta var liðin af þriðja leikhluta án stoðsendingar. Kolbrún Björnsdóttir bætti við öðru marki þremur mínútum seinna eftir stoðsendingar frá Sólrúnu Arnardóttur og Friðriku Magnúsdóttur þegar við vorum einum fleiri. Þremur mínútum seinna bætti síðan Elísa Sigfinnsdóttir við þriðja markinu stoðseningarlaust. Það var síðan þegar íslenskur sigur var vís einni mínútu fyrir leikslok sem Mexíkó náði að setja á okkur eitt mark.  

Endanleg úrslit Ísland 3 - Mexíkó 1, frábær sigur á því liði sem átti að vera sterkast inn í mótinu. Næsti leikur stúlknanna er á morgun 9. janúar klukkan 16:30 Búlgaríu tíma eða klukkan 14:30 á okkar tíma hér heima á fróni. 

Upplýsingar frá IIHF um leikinn má finna hér.