SIGUR!! á liði Belgíu

Undir 18 ára stúlknaliðið okkar er sjóðandi heitt þessa dagana og fyrr í dag lögðu þær Belga með einu marki gegn engu. Þær hafa því unni báða fyrstu leiki sína nokkuð sannfærandi. Á morgun 10. janúar á liðið frídag en mætir næst Nýja Sjálandi fimmtudaginn 11. janúar klukkan 14:30.

Það var um miðjan annan leikhluta sem dró til tíðinda. Sólrún Assa Arnardóttir sótti pökkinn með harðfylgi aftur fyrir mark Belgana og skautaði út til hliðar við markið. Þar sá hún Friðriku Magnúsdóttur á hinum vængnum dauða fría, og ætlaði hún að koma pekkinum yfir til hennar. En Belgískur varnarmaður náði að setja tánöglina í pökkin þannig að hann breitti um stefnu. En þar var fyrir Kolbrún Björnsdóttir sem hirti upp pökkinn og kláraði það sem Sólrún Assa reyndi, að koma pekkinum á Friðriku sem þakkaði pent fyrir sig með þrumu skoti fram hjá markverði Belga.  Sannfærandi og góður sigur.