Nú hefur verið gengið frá samkomulagi við þá aðila sem mynda þjálfara teymi landsliða karla fyrir verkefni ársins 2026
Aðalþjálfari landsliðs karla verður Martin Struzinski sem einnig var með liðið á síðasta ári. Honum til aðstoðar er Rúnar Freyr Rúnarsson.
U20 ára landslið pilta, þar verður aðalþjálfari Sheldon Reasbeck, honum til aðstoðar verða þeir Eduard Kascak og Viggó Hlynsson.
U18 ára landslið drengja, þar verður aðalþjálfari Gauti Þormóðsson, honum til aðstoðar Gunnlaugur Thoroddsen og Hákon Marteinn Magnússon.
Hjá konunum er staðan svona.
Aðalþjálfari landsliðs kvenna verður Jón Gíslason líkt og síðustu ár. Ekki er búið að festa hver verður honum til aðstoðar.
U18 ára landslið stúlkna, þar verður aðalþjálfari Kim McCullough sem þekkir stúlkurnar vel eftir samstarf síðustu ára. Silvía Björrgvinsdóttir verður henni til aðstoðar. Samtal er í gangi við fleiri.