Oddaleikur á Akureyri í kvöld í Úrslitakeppni Hertz-deildar karla

Í kvöld munu ríkjandi Íslandsmeistarar hjá Skautafélagi Akureyrar taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur í oddaleik í Úrslitakeppni Hertz-deildar karla.  Langt er um liðið síðan úrslitakeppnin fór í oddaleik í Hertz-deild karla eða um 10 ár þegar SA tryggði sér Íslandsmeistaratitillinn gegn Birninum (nú Fjölnir) í fimmta leik í úrslitakeppninni árið 2013.

Við hvetjum alla íshokkí og íþróttaunnendur að fjölmenna í Skautahöllina á Akureyri, sem hefst í kvöld kl.19:30, eða skella sér inn á streymi ÍHÍ frá leiknum á Youtube-síðu ÍHÍ.