NHL komið til Íslands

Undanfarin ár hafa aðdáendur NHL á Íslandi þurft að fara ýmsar krókaleiðir að því að nálgast beint streymi af leikjum og annað efni frá NHL.  Nú hefur streymiveitan Viaplay, sem hefur dreifiréttinn á NHL í Evrópu, opnað fyrir aðgengi að efni NHL bæði í beinu streymi, upptökum og samantektarþáttum NHL On The Fly fyrir áhorfendur á Íslandi.

NHL er aðgengilegt þeim sem eru í Viaplay Total áskriftinni sem kostar litlar kr.2699 á mánuði.   Fjölmargt annað er á boðstólum í Viaplay Total svo sem MLB, þýsku Bundesliga, NASCAR ásamt.  Einnig verða heimsmeistaramót Alþjóða íshokkísambandsins (IIHF) streymt á Viaplay á næsta ári. 

Íshokkíþyrst fólk er hvatt til að skella sér í áskrift hjá Viaplay til að nálgast allt það íshokkí sem þar er í boði. 

Nánar á viaplay.is