Lyfjaeftirlit Íslands er að kynna nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþróttum, sem má finna á heimasíðu ADEL (Anti-Doping E-Learning).
Nú er hægt að skrá sig á netnámskeið á íslensku sem er sérsniðið fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk, viðmiðunaraldur 16 ára og upp úr.
Námskeiðinu er skipt í átta (8) hluta og eru þeir eftirfarandi:
Á heimasíðu ADEL, sem er á vegum WADA (World Anti-Doping Agency) má finna ýmis önnur námskeið (á ensku) fyrir mismunandi markhópa, s.s. þjálfara, heilbrigðisstarfsmenn, kennara, foreldra, og allt frá yngstu iðkendum íþrótta upp í ólympíufara. ADEL er til að mynda mikilvægur vettvangur fyrir vottaða fræðslu f. keppnir á vegum margra alþjóðasérsambanda. ADEL er opið öllum þannig að hverjum þeim sem hefur áhuga er frjálst að skrá sig á mismunandi námskeið, og hægt er að vista framvindu námskeiðs og þannig ljúka þeim þegar hverjum og einum hentar.
Heimasíða ADEL: https://adel.wada-ama.org
Athugið: Nauðsynlegt er að búa til aðgang á ADEL til þess að nálgast fræðsluefnið.
Nálgast má námskeiðið hér í gegnum afreksfræðlu síðu ÍHÍ