Mótinu lokið - ósigur í síðasta leik

Liðsmynd sem tekin var á mótinu
Liðsmynd sem tekin var á mótinu

Síðasta leik mótsins lauk með ósigri gegn sterkum Eistum en gestirnir gerður sér lítið fyrir og skoruðu 6 mörk án þess að íslenska liðið næði að svara fyrir sig. Eistar voru aðeins of sterkir fyrir okkur að þessu sinni en segja má að leikurinn hafi engu að síður verið jafnari en lokatölur gefa til kynna. Strákarnir börðust vel en höfðu ekki heppnina með sér. Loturnar fóru 3 - 0, 2 - 0 og 1 - 0. Eistar áttu 44 skot á mark á móti 25 frá okkur.  Í lok leiks var varnarjaxlinn Orri Blöndal valinn maður leiksins.

Góð mæting var í Skautahöllina og forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson heiðraði okkur með nærveru sinni, ræddi við leikmenn fyrir upphaf leiks og ávarpaði gesti við leikslok.  

Úrslit fyrri leiks dagsins komu nokkuð á óvart þegar Suður Afríka lagði Búlgaríu að velli með tveimur mörkum gegn engu.  Niðurstaðan í riðlinum var þá Eistland, Ísland, Suður Afríka og Búlagaría, en fyrirfram var búist við að Búlgarir væru sterkari en Suður Afríka.

Þessir leikir fara í reynslubankann og segja má að þetta hafi verið einn þáttur í undirbúningi fyrir komandi átök á heimsmeistaramótinu í Serbíu sem fram fer í vor.  Við fögnum alltaf nýjum áskorunum og gleðjumst sérstaklega yfir því að fá fleiri leiki og nýja mótherja.