Mótaskrá - leikir vikunnar

Fyrsti leikur í Hertz-deild kvenna um liðna helgi var frestað ásamt öðrum leik í Íslandsmóti U18. Báðir leikir voru áætlaðir í Skautahöllinni á Akureyri.

Einn leikur í Íslandsmóti U16 sem er á dagskrá í kvöld, þriðjudagskvöldið 22. september er einnig frestað. Fjölnir - SR #1.

Mótanefnd ÍHÍ vinnur að því að finna leikjunum nýja dagsetningu.

Ástæða frestunar má rekja til Covid-19.

Allir leikir næstu helgi eru á dagskrá og verða spilaðir.

Hertz-deild kvenna, Fjölnir - SA í Egilshöll, laugardaginn 26. september kl 16:45 og strax að honum loknum er leikur í Íslandsmóti U18, einnig Fjölnir - SA. 

Sömu helgi verður Íslandsmót U14 og verður það mót í Skautahöllinni í Laugardal. 9 leikir verða spilaðir og er það Skautafélag Reykjavíkur sem sér um skipulagningu þeirra leikja. Nánari dagskrá Íslandsmót U14 verður birt þegar nær dregur helgi.

Dagskrá Íslandsmót U14