Mótaskrá 2023-2024

Mótanefnd hefur unnið að nýrri mótaskrá fyrir árið 2023-2024 og er hún aðgengileg öllum á heimasíðu ÍHÍ.

Hertz á Íslandi er einn aðalstuðningsaðili Íshokkísambands Íslands og verða því Hertz-deildirnar á sínum stað, Hertz-deild karla og Hertz-deild kvenna.  Í Hertz-deild karla verða fjögur lið; SA, SR, Fjölnir og Narfi. Í Hertz-deild kvenna verða SA, SR og Fjölnir.

Yngra flokka starfið verður öflugt sem endranær, Íslandsmót U18, U16 og U14. Einnig helgarmót U12, U10 og U8.

Landslið karla tekur þátt í undankeppni Olympíuleikanna og verður okkar riðill leikinn í Laugardalnum 14.-17. desember næstkomandi. HM karla verður á sínum stað í apríl 2024 og förum við til Belgrad, Serbíu. Landslið kvenna tekur þátt í HM í mars 2024 á Spáni, HM U20 drengja verður haldið í janúar 2024 í Novi Sad, Serbíu, landslið U18 drengja verður haldið í mars 2024 í Istanbúl. Landslið U18 kvenna tekur þátt í 4Nations í 9.-12. nóvember 2023 í Jaca, Spáni og svo HM í janúar 2024 í Sofiu, Búlgaríu. 

Skautafélag Reykjavíkur mun einnig taka þátt í Continental Cup 22. - 24. september 2023 og svo eru félögin öll með sín eigin innanfélagsmót og aðra viðburði.

Mjög metnaðarfull dagskrá í farvatninu og verður virkilega spennandi og gaman að taka þátt í öllu starfi íshokkíhreyfingarinnar 2023-2024.

Heildarmótaskrá í excel formi, ýta hér.

 

 

Hertz á Íslandi