Leikja- og dómaraeftirlit ÍHÍ

Helgi Páll Þórisson, Viðar Garðarsson og Jón Heiðar Rúnarsson hafa tekið að sér leikja- og dómaraeftirlit í leikjum Hertz-deildar karla og kvenna og svo einnig U20.  Verður þessu fyrirkomulagi beitt í flestum leikjum í vetur og verkefnið svo þróað frekar í framhaldinu.

ÍHÍ vill með þessu koma á laggirnar virku eftirliti með leikjum Íslandsmótanna og hjálpa til við að farið sé eftir reglum, innlendum sem og alþjóðlegum,  og að aðilar leiksins fái enn frekari tækifæri til að eflast í starfi.

Dómarar og annað starfsfólk leiksins munu því eiga eftir að fá endurgjöf frá eftirlitsaðilum.

Fyrsti leikur í þessu fyrirkomulagi verður þriðjudagskvöldið 27.nóvember þegar SR tekur á móti SA í Laugardalnum.