Leikir vikunnar 9. - 14. febrúar 2021

Í kvöld er leikur í Íslandsmóti U18 í Laugardalnum. SR tekur á móti Fjölni og hefst leikur kl 19:45. Engir áhorfendur leyfðir. Ekki verður streymt af leiknum en fylgjast má með stöðu leiksins í Hydru, sem finna má á heimasíðu ÍHÍ.

Fimmtudaginn 11. febrúar fer fram leikur í Íslandsmóti U16 og um helgina verða tveir leikir í Hertz-deild kvenna þegar Skautafélag Akureyrar tekur á móti Fjölni.  Þessi leikir verða streymdir á ÍHÍ-TV sem finna má á heimasíðu ÍHÍ.