Landslið U18 kvenna til Póllands

Laura-Ann Murphy, Vladimir Kolek og Alexandra Hafsteinsdóttir landsliðsþjálfarar landslið U18 kvenna hafa valið lokahópinn sem tekur þátt í fjögurra þjóða móti í Poznan, Póllandi.

Mótið fer fram 10. - 13. nóvember næstkomandi. Hópurinn fer utan miðvikudaginn 9. nóv og kemur heim aftur 14. nóvember.

Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Bretland, Pólland og Spánn.

Landsliðið mun hugsanlega taka einhverjum breytingum næstu mánuði en landsliðið tekur þátt í heimsmeistaramóti alþjóðaíshokkísambandsins í Búlgaríu. HM U18 kvenna fer fram 26. janúar til 1. febrúar 2023. 

Landslið U18 kvenna, nóvember 2022;

  • Andrea Diljá Jóhannesdóttir Bachmann
  • Aníta Ósk Sævarsdóttir
  • Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir
  • Sveindís Marý Sveinsdóttir
  • María Guðrún Eiríksdóttir
  • Amanda Ýr Bjarnadóttir
  • Kolbrún Björnsdóttir
  • Eva Hlynsdóttir
  • Bríet María Friðjónsdóttir
  • María Sól Kristjánsdóttir
  • Inga Rakel Aradóttir
  • Elísa Dís Sigfinnsdóttir
  • Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir
  • Arna Sigríður Gunnlaugsdóttir
  • Eyrun Arna Garðarsdóttir
  • Magdalena Sulova
  • Lara Mist Jóhannsdóttir
  • Dagný Mist Teitsdóttir
  • Kristina Ngoc Linh Davíðsdóttir
  • Heiðrún Helga Rúnarsdóttir

Starfsólk liðsins;

  • Laura-Ann Murphy aðalþálfari
  • Vladimir Kolek aðstoðarþjálfari
  • Sigríður Hafdís Baldursdóttir liðsstjóri
  • Margrét Ýr Prebensdóttir kírópraktor
  • Erla Guðrún Johannesdóttir tækjastjóri
  • Konráð Gylfason frkvstj ÍHÍ
  • Alexandra Hafsteinsdóttir fer ekki  með til Póllands en fer til Búlgaríu á HM U18 kvenna í janúar 2023.