Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí fékk brons

Landslið kvenna í íshokkí landaði bronsi í dag á heimsmeistaramótinu, 2019 IIHF Women´s World Championship IIb,  sem haldið er í Brasov, Rúmeníu. 

Kínverska Taipei vann okkur í dag og vann því mótið með fullu húsi stiga, Nýja Sjáland lenti í öðru sæti og stelpurnar okkar í þriðja. 

Frábær árangur hjá okkar liði, sem er mjög ungt að árum og því bjartir tímar hjá þeim á komandi mótum næstu ára.

Kolbrún Garðarsdóttir var valinn besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu og Silvía Rán Björgvinsdóttir besti framherji mótsins.

Innilega til hamingju með árangurinn og gaman að sjá fjölda foreldra og annarra stuðningsmanna á pöllunum, vel gert.