Íslandsmótin í íshokkí

Íslandsmótið í íshokkí skipað leikmönnum undir 16ára hefst í dag þegar Fjölnir tekur á móti Skautafélagi Reykjavíkur. Leikur hefst kl 19:45 í Egilshöll.

Næstkomandi laugardag, 2. september, eru tveir leikir í Skautahöllinni á Akureyri. Skautafélag Akureyrar tekur á móti Fjölni í Hertz-deild kvenna og einnig í Íslandsmóti U18.

Nánari upplýsingar um alla leiki og landsliðsæfingar 2023-2024 má finna í mótaskrá ÍHÍ.