Íslandsmóti U16 lauk núna um helgina

SA Jötnar Íslandsmeistarar U16 2023
SA Jötnar Íslandsmeistarar U16 2023

Um nýliðna helgi voru fjórir síðustu leikirnir í Íslandsmóti U16 spilaðir.   Fóru þeir fram í Reykjvík, annars vegar í Egilshöll og Skautahöllinni í Laugardal hins vegar.  Fyrir helgina voru SA Jötnar og SA Víkingar efstir að stigum með 24 og 21 stig.  Rétt á eftir þeim liðum var U16 lið Skautafélags Reykjavíkur með 15 stig.   Spennan var þónokkur fyrir helgina því að það getur allt gerst í íshokkíleik og SA Jötnar þurftu að sigra báða leiki sína til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn, SA Víkingar þurftu einnig á sigrum að halda til að tryggja sér annað sætið.  U16 lið SR hafði þarna um helgina ákveðið tækifæri til að jafna SA Víkinga í annað sætið með sigrum og góðri markatölu.   Fjölnir var án stiga fyrir helgina.

Leikir helgarinnar fóru þannig að SA Jötnar sigruðu SR (2 - 8, 2 - 8) og SA Víkingar sigruðu Fjölni í fyrri leiknum, 1 - 6, en Fjölnir náði sínum fyrstu stigum í seinni leik helgarinnar og unnu hann 5 - 3 í fjörugum leik og nældu sér í 3 stig í síðasta leik mótsins.

Eftir leik SA Jötna og SR á sunnudeginum var ljóst að SA Jötnar væru Íslandsmeistarar U16 2023 og fengu bikarinn eftirsótta afhentan og verðlaunapeninga.   SA Víkingar hrepptu silfrið og SR brons.

Aron Ingason, fyrirliði SA Jötna, fær Íslandsmeistarabikarinn afhentar frá formanni ÍHÍ, Helga Páli Þórissyni.

Aron Ingason, fyrirliði SA Jötna, fær Íslandsmeistarabikarinn afhentar frá formanni ÍHÍ, Helga Páli Þórissyni.

Myndir fengnar hjá  Inga Snorra Bjarkasyni