Ísland - Tyrkland í kvöld kl. 20:00

HM U18 heldur áfram í dag.  Ísrael og Luxembourg mætast kl. 13:00 og Mexíkó og Bosnía-Herzegovenía kl. 16:30.  Leikurinn sem mestu máli skiptir fyrir okkur hefst hins vegar kl. 20:00.  Íslenska liðið hefur unnið báða sína leiki á mótinu en Tyrkland tapaði fyrir Ísrael í opnunarleik mótsins 1 - 3, í jöfnum og spennandi leik, en valtaði svo yfir Lúxemborg 15 - 1 á mánudaginn.

Fyrir viðureignir við Tyrkland jafa jafnan verið spennandi og því má reikna með hörkuleik í kvöld.  Áfram Ísland!