Íshokkíþing verður haldið laugardaginn 10. maí, í fundarsölum ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, nánar að Engjavegi 6.
Þingið hefst klukkan 13:00. Talsvert magn tillagna barst frá aðildarfélögum og stjórn, og má finna þær hér.
Þinghaldið er lokað. Á Íshokkíþingi hafa kjörnir fulltrúar aðildarfélaga einir atkvæðisrétt, en rétt til setu á þinginu, með
málfrelsi og tillögurétt hafa:
a) Stjórn ÍHÍ
b) Heiðursformaður og heiðursfélagar
c) Framkvæmdastjórn ÍSÍ
d) Fastráðnir starfsmenn ÍHÍ og ÍSÍ.
e) Allir þeir aðilar sem sitja í nefndum á vegum ÍHÍ.