Íshokkíþing 2021

Íshokkíþing 2021 var haldið 15. maí 2021 kl 11:00.

Þingið var rafrænt að þessu sinni.

Fulltrúar aðildarfélaga ÍHÍ tóku þátt á þinginu ásamt stjórn ÍHÍ.

Þingforseti Árni Geir Jónsson, þingritarar Eggert Steinsen og Konráð Gylfason.

Formaður Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) Þórhallur Viðarsson greindi frá störfum stjórnar ÍHÍ, í kjölfarið var farið yfir ársreikninga, umræður og atkvæðagreiðsla um laga- og reglugerðarbreytinga ásamt fjölda tillagna, góðar og gagnlegar umræður um ýmis málefni hreyfingarinnar.

Kosningar samkvæmt 10. gr. laga ÍHÍ;

 • Stjórn ÍHÍ 2021-2023
  • Helgi Páll Þórisson formaður
  • Jónína Guðbjartsdóttir
  • Bergur Jónsson
  • Elín Dögg Guðmundsdóttir
  • Hermann Haukur Aspar
 • Varastjórn
  • Olgeir Olgeirsson
  • Eggert Steinsen
  • Kári Guðlaugsson

Lagt var til og samþykkt var að skoðunaraðilar reikninga næsta tímabils verða Margrét Ólafsdóttir og Margrét Westlund.

Þinginu var slitið um kl 13:30 og jafnframt boðað til haustfundar ÍHÍ sem áætlaður er í lok ágúst næstkomandi. 

Á haustfundi er gert ráð fyrir að farið verður betur yfir innra starf hreyfingarinnar með nýjum afreksstjóra.