Íshokkísamband Íslands auglýsir stöðu framkvæmdastjóra

Hefur þú brennandi áhuga á íþróttastarfi og vilt taka virkan þátt í uppbyggingu á ört vaxandi íþrótt á Íslandi og á alþjóðavísu?

Hefur þú framúrskarandi skipulagshæfileika, gott vald á rekstri og einstaka hæfni í mannlegum samskiptum?

Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn Íshokkísambands Íslands og skal sjá um öll dagleg störf sem til falla og samkvæmt ákvörðun stjórnar.

Vinnutími er sveigjanlegur en ræðst af þörfum sambandsins og þeim verkefnum sem leysa þarf hverju sinni.

Helstu verkefni og skyldur

 • Framfylgja ákvörðunum íshokkíþings og stjórnar
 • Samskipti við innlenda og erlenda hagsmunaaðila
 • Skipulag og framkvæmd innlendra og alþjóðlegra móta
 • Virk aðkoma að framtíðarstefnumótun ÍHÍ og íshokkí á Íslandi

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af rekstri og stjórnun
 • Reynsla af viðburðastjórnun mikill kostur
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
 • Góð haldbær tölvukunnátta
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæði, frumkvæði og faglegur metnaður


Starfsstöð framkvæmdastjóra ÍHÍ er í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal en hægt er að sinna flestum þeim verkum sem framkvæmdastjóri sinnir utan starfsstöðvar.

Umsóknir um starfið er hægt að skila inn á Alferð.is - Nánari upplýsingar um starfið veitir Helgi Páll Þórisson, formaður ÍHÍ, í netfangið president@ihi.is.

Umsóknarfrestur er til og með 17.ágúst 2023. (Uppfært 08.08.2023, umsóknarfrestur framlengdur til 17.ágúst)