Íshokkí helgarinnar

Íshokkíveisla er framundan.

Föstudagskvöldið 29. janúar tekur Fjölnir á móti SA í Íslandsmóti U18. Leikur hefst kl 19:45 í Egilshöll.

Laugardaginn 30. janúar tekur Fjölnir á móti SA í Hertz-deild karla. Leikur hefst kl 17:45 í Egilshöll. Beint streymi má finna á streymisrás ÍHÍ.

Sama dag, laugardag, er leikur í Hertz-deild kvenna þegar SA tekur á móti SR og hefst leikur kl 17:45. Beint streymi verður á SA-TV þar sem leikur í Hertz-deild karla verður streymt á ÍHÍ-TV.  Sunnudagsmorgun er svo aftur leikur SA-SR og hefst sá leikur kl 9 um morguninn.

Viðburður Hertz-deild karla.

Viðburður Hertz-deild kvenna.

Úrslitaþjónusta ÍHÍ