IIHF Skills4All fræðslulota opin fyrir aðildarfélög ÍHÍ

Alþjóða Íshokkísambandið IIHF hefur í nokkurn tíma verið að þróa fræðsluefni sem gagnast á út í grasrótina um víða veröld. Gert er ráð fyrir að eitt atriði verði tekið fyrir í hverjum mánuði út tímabilið. Bestu og færustu sérfræðingar á hverju sviði, koma og miðla af þekkingu sinni og reynslu. Alir fyrirlestrarnir (webinars) fara fram á ensku og eru opnir fyrir aðildarfélög ÍHÍ.  Þeir hefjast klukkan 15:00 CET sem er klukkan 13:00 á okkar tíma.

Áhugasamir eru beðnir um að senda skrifstofu ÍHÍ póst og skrá sig á þessi námskeið. Þeir sem eru skráðir fá síðan sendan hlekk á efnið nokkru áður en námskeiðið hefst. 

Dagskráin verður sem hér segir. 

  • 8 October 2025: Nationwide Development
  • 12 November 2025: Kids Recruitment and Retention
  • 10 December 2025: The NEW Learn to Play Program
  • 14 January 2026: Coach Development
  • 11 February 2026: Game Officials
  • 11 March 2026: National Team Programming
  • 8 April 2026: Successful Club Examples

Vinsamlega sendið skráningu sem inniheldur nafn, netfang og síma á vidarg@ihi.is