ÍHÍ sendir úrvalshóp U14 til Slóvakíu í júní.

ÍHÍ er að undirbúa þátttöku í U14 móti í Slóvakíu með úrvalslið. Til stendur að liðið verði blandað stúlkur og strákar líkt og er í keppni hér heima hjá okkur. Mótið er helgarmót sem leikið er frá Föstudegi til Sunnudags. Rétt til þátttöku eiga ungmenni fædd árin 2012 og 2013. 

Aðalþjálfari hópsins verður Hákon Magnússon

Mótsstaðurinn er bærinn Hamuliakovo í Slóvakíu. Þegar er víst að England sendir sitt úrvalslið auk þess sem frá Englandi kemur einnig lið sem nefnist HC Warrior , Mexíkó sem sendir 2 lið. Heimamenn í Hamuliakovo eru með lið og mögulega bætast við fleiri lönd. 

Líkt og með önnur lið á forræði ÍHÍ þá tekur ÍHÍ þátt í þeim kostnaði sem er í kringum liðið en nánari upplýsingar verða gefnar út um miðja næstu viku. Hver og einn aðili í liðinu tekur þátt í kostnaði sínum flugmiða og hluta af öðrum kostnaði. Nánari upplýsingar koma í næstu viku..