Hokkíveislan heldur áfram í dag í Skautahöllinni á Akureyri.

í kvöld kl. 20:00 mætir Íslenska liðið Bosníu-Herzegóveníu í öðrum leik liðsins á heimsmeistaramóti U18. Bosnía vann sinni fyrsta leik á mótinu á móti Lúxemborg í gær 6 - 0 og Íslands vann Mexíkó 5 - 3. Í gær var húsfyllir og vonandi náum við því aftur í kvöld.

Önnur úrslit á mótinu hafa verið eftirfarandi:

 

Ísrael - Tyrkland  3 - 1
Bosnía-Herzegóvenía - Lúxemborg  6 - 0
Tyrkland  - Lúxemborg 15 - 1