Hokkíveisla um helgina

Sannkölluð hokkí veisla er framundan helgina 11. - 13. mars.

Fjölmargir leikir í flestum aldurshópum og allir eiga geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Í Hertz-deild karla fara fram tveir leikir þegar SR tekur á móti SA Víkingum. Fyrri leikurinn er föstudagskvöldið 11. mars kl 19:45 og síðari laugardaginn 12. mars kl 17:45. Nánari upplýsingar má finna hjá SR; https://www.facebook.com/skautafelag/  

Á Akureyri tekur SA á móti Fjölni í Íslandsmóti U16 og hefst leikur klukkan 19:30.

Í Hertz-deild kvenna fara fram tveir leikir þegar SA tekur á móti Fjölni og hefst fyrri leikurinn kl 16:45 laugardaginn 12. mars og síðari leikurinn hefst kl 09:45 á sunnudagsmorgun. Búast má við hörkuleikjum því liðin tvö eru á toppnum í Hertz-deildinni og berjast um deildarmeistaratitilinn og því heimaleikjaréttinn í úrslitum. Nánari upplýsingar á heimasíðu SA; http://www.sasport.is/is/frettir/sa-vs-fjolnir-tvihofdi-i-hertz-deild-kvenna-um-helgina

Í Egilshöll er barnamót í aldurshópi U12, á dagskránni eru 27 leikir og hefst mótið kl 09:30 á laugardagsmorgni. Þátttakendur koma frá Skautafélagi Reykjavíkur, Skautafélagi Akureyrar og Fjölni íshokkídeild.