HM U18 byrjar í dag á Akureyri

Í dag hefst Heimsmeistaramót í Íshokkí skipað drengum 18 ára og yngri, í Skautahöllinni á Akureyri.  Mótið hefst í dag þann 12. mars og lýkur á laugardaginn 18. mars og auk Íslands taka þátt í mótinu, Mexíkó, Tyrkland, Ísrael, Luxemborg og Bosnía-Herzegovina. 

 

Íslenska liðið er sterkt og á harma að hefna eftir að hafa verið hársbreidd frá því að komast upp úr riðlunum í fyrra, en þá voru þrjú lið efst og jöfn og aðeins markahlutfall réði því að Ísland sat eftir.

Dagskrá íslenska liðsins á mótinu er eftirfarandi:

 

Sunnudagur 12. mars     Ísland – Mexíkó

Mánudagur 13. mars      Ísland – Bosnía-Herzegovina

Miðvikudagur 15. mars  Ísland – Tyrkland

Fimmtudagur 16. mars   Ísland - Lúxemborg

Laugardagur 18. mars     Ísland – Ísrael

 

Fyrstu fjórir leikir íslenska liðsins hefjast kl. 20:00 en lokaleikur mótsins á laugardaginn hefst kl. 18:00.

Þá er rétt að taka fram að þrír leikir eru spilaðir á dag og hefjast leikirnir kl. 13:00 en fulla dagskrá og frekar upplýsingar um mótið má sjá hér

Þetta verður sannkölluð hokkíveisla og við hvetjum fólk til að fjölmenna í Skautahöllina á Akureyri og styðja okkar menn – ÁFRAM ÍSLAND!!!!