Hertz deild karla - næsti leikur

Hertz deild karla heldur áfram eftir stutt vetrarfrí.  Skautafélag Reykjavíkur tekur á móti Fjölni-Björninn og er það leikur númer 19 í mótaröðinni. Leikur hefst kl 19:45 í Skautahöllinni í Laugardal.

Samkvæmt frétt frá SR þá er ókeypis á leikinn, og sjoppan opin eins og hefðbundið er.  Facebook síðar SR.

Staðan í deildinni er þannig að Skautafélag Akureyrar, Víkingarnir eru á toppnum með 20 stig, Skautafélag Reykjavíkur er með 17 stig og Fjölnir-Björninn með 8 stig.  

Streymi verður á sínum stað á www.oz.com/ihi og er það Viðar Garðarsson sem mun lýsa leiknum með sýnum hætti.

Sjáumst í kvöld í Skautahöllinni í Laugardal, tökum gesti með okkur og kynnum þannig okkar frábæra sport fyrir öðrum. 

Minni á barnastarf klúbbana og aldrei of seint að skrá ungmenni á æfingar, nánari upplýsingar um barnastarfið má finna á www.ishokki.is