Heimsmeistaramót U20 í Laugardal 14.-20. janúar 2019

Íshokkísamband Íslands heldur heimsmeistaramót U20 í Skautahöllinni í Laugardal 14. - 20. janúar næstkomandi.

Fyrsti leikur Íslands er kl 17 mánudaginn 14. janúar og er mótherjinn Ástralía.

Annar leikur Íslands er kl 17 þriðjudaginn 15. janúar og þá tökum við á móti Kínverska Taipei.

Þriðji leikur Íslands er kl 17 fimmtudaginn 17. janúar og þá er það Tyrkland.

Nánari upplýsingar um leikina má finna á heimasíðu Alþjóðaíshokkísambandinu IIHF.

Miðasala er á tix.is og frítt er fyrir börn yngri en 16 ára

Algjör skyldumæting er fyrir yngri iðkenndur aðildarfélaga enda fáum við hér að sjá landsliðsdrengina okkar taka þátt í heimsmeistaramóti.  Íshokkíveisla framundan sem enginn íshokkí-unnandi má láta fram hjá sér fara.

Styðjum drengina okkar og fjölmennum í stúkuna.

Áfram Ísland