Furstadæmin erfið viðureignar

Karlalandslið Íslands tapaði leik sínum gegn Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum í gær, 2 -7.  Fyrirfram var nokkuð ljóst að um erfiðan leik væri að ræða þar sem lið Furstadæmana er að meirihluta skipað leikmönnum með tvöfallt ríkisfang og komu ýmist frá Rússlandi, Króatíu eða Slóvakíu og voru nokkuð vel spilandi og  náðu að nýta nær öll hálf-færi sem þeir fengu sér í hag og voru snöggir að því.  Skotnýting Furstadæmana í mótinu er, eins og stendur í dag eftir tvo leiki, 27.87% sem er með því hærra sem gengur og gerist á HM.  En þrátt fyrir mikla brekku náðu okkar strákar að halda leiknum jöfnum í fyrstu og síðustu lotu leiksins.  

Mörk Íslands skoruðu Kári Arnarsson með aðstoð frá Þorgils Eggertssyni og Gunnar Aðalgeir Arason með stoðsendingu frá Unnari Rúnarssyni og Una Blöndal.

Hægt er að sjá nánari leiklýsingu og tölfræði úr leiknum á vef IIHF.

Í dag er frídagur frá mótinu og leikmenn og þjálfarra ætla að nýta daginn til að skoða höfuðborgina, Belgrad, og síðan verður farið á æfingu seinni partinn þar sem verður myndataka og lauflétt æfing þar sem menn undirbúa sig undir leik morgundagsins á móti Serbíu sem hefst kl.17:30 að íslenskum tíma og sýndur í beinni á Youtube.

Við hverjum áhugafólk um landsliðið að fylgja með okkur á Facebook, Instagram og Tiktok til að sjá skemmtilegar myndir og myndbrot frá mótinu hér í Serbíu.