Frábær árangur landsliðs karla á HM í Nýja Sjálandi skilaði Silfri

Landslið karla er nú á heimleið eftir glæsilega frammistöðu á HM en ríðillinn okkar var að þessu sinni leikinn í Dunedin á Nýja Sjálandi. Liðið tapaði sínu fyrsta leik gegn Georgíu en það lið kom á óvart og ljóst að þar innanborðs er leikmenn sem koma frá Rússlandi. Eftir að liðið var búið að hrista af sér flugþreytuna og vonbrigðin með fyrsta leikinn lá leiðin beint uppávið. 

Fyrst var lið Tæpei lagt 2-1, næst var leikið við Búlgaríu og nokkuð auðveldur sigur 8-4, þá við Tæland og þar fórum við með sigur 6-3, lokaleikurinn var við heimamenn sem við höfum leikið nokkrum sinnum við áður og þar var íslenskur sigur staðreynd 5-1. 

Heilt yfir var frammistaða liðsins umfram væntingar. Bæði er liðið ungt en mikil kynslóðaskipti hafa verið að ganga yfir síðustu ár. En einnig ber að nefna það að hópurinn var samstíga og andinn góður og það í bland við íslenskan kraft og áræði skilar ávallt umfram árangri. Ljóst er að þjálfarateymið Martin Struzinski og Rúnar Rúnarsson hafa verið að ná vel til leikmannanna. Ljóst er að þessi hópur er tilbúin í næsta skref sem er að vinna sig upp um styrkleikaflokk í næstu atlögu. Það er því ekkert að gera annað en að láta sig hlakka til!

Liðið er nú á leiðinni heim og er áætluð lending í Keflavík klukkan 9:30 á mánudagsmorgun.