Formannafundur og dómaraþing ÍHÍ á laugardag

ÍHÍ heldur lögboðin formannafund sinn næstkomandi laugardag í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fundarsölum B og C hefst fundurinn klukkan 10:00.

Þar eru til umræðu stórir málaflokkar eins og fyrirkomulag mótamála, landsliðsmálefni, samræming reglna, og útbreiðslumál. Allt er þetta hluti af því að undirbúa næsta keppnistímabil sem hefst á haustdögum. Klukkan 12:00 sama dag hefst einnig í Laugardalnum, meðfram formannafundi, dómaraþing þar sem dómarar sambandsins koma saman og ræða næsta tímabil.