Elva Hjálmarsdóttir dæmir í TV-Pucken í Svíþjóð

Nýverið fékk dómarinn Elva Hjálmarsdóttir boð um að koma og dæma í úrslitakeppni TV-Pucken í Svíþjóð dagana 3. - 6. nóvember 2022. 

TV-Pucken er stórt unglingamót (13 til 17 ára) sem hefur verið spilað og sjónvarpað í sænska ríkisjónvarpinu, SVT, óslitið síðan 1959.  Um er að ræða stærsta vettvang fyrir unga og upprennandi leikmenn í Svíþjóð. 

Hægt er að lesa nánar um mótið á Wikipedia og á vef Sænska íshokkísambandsins.  Þetta er gríðarlega spennandi tækifæri fyrir Elvu að fara og dæma í svo sterku móti.  Elva er fyrrum leikmaður kvennaliðs Bjarnarins (nú Fjölnis) og landsliðskona sem snéri sér alfarið að dómgæslu fyrir nokkrum árum og hefur dæmt jafnt kvenna- og karlaleiki í öllum aldursflokkum undanfarin ár. 

Allar líkur eru á að hægt verði að fylgjast með þessum leikjum í gegnum SVT-Play á netinu.  Nánar um það síðar.