Dómaratilnefningar IIHF 2023-2024

Á milli-þingi IIHF, sem hladið var í Villamora í Portúgal, síðustu daga var niðurröðun dómara á mót hjá IIHF staðfest.  Þau Sindri Gunnarsson, Sæmundur Þór Leifsson, Ingibjörg Hjartardóttir og Elva Hjálmarsdóttir fengu úthlutað mót sem þau koma til með að dæma á komandi misserum.

Sindri og Sæmundur munu dæma K riðil í undankeppni Ólympíuleikanna 2026 sem haldin verður í Reykjavík dagana 14.- 17. desember 2023.

Sindri Gunnarsson mun einnig dæma á HM karla, 3. deild A, sem haldið verður í Bishkek, Kyrgyzstan, dagana 10.-17. mars 2024.

Ingibjörg mun dæma á HM kvenna, 2. deild B, sem haldið verður í Istanbul, Tyrklandi, dagna 01.-08. apríl 2024.

En athygliverðasta dómaraskipunin þetta sinnið er skipun Elvu Hjálmarsdóttur á HM U18 kvenna, 1. deild A, sem haldið er á Egna, Ítalíu, dagna 06.-.13. janúar 2024.  Það er næst efsta deild á HM U18 kvenna og er því mjög stórt skref fyrir Elvu og okkar íslenska dómara.