Brons verðlaunin tryggð í Serbíu

U20 ára landslið okkar lék sinn lokaleik að þessu sinni við Tævan, fyrir leikinn var Tævan stigalaust en við í baráttu um bronsið. Því má segja fyrir leikinn var þetta skyldusigur þó að það hugtak sé erfitt í íþróttum þar sem að allt getur gerst. En strákarnir okkar stóðust þetta álagspróf og skiluðu sannfærandi 9-4 sigri. Fyrsti leikhluti fór 4-1, eftir annan leikhluta var staðan 5-4 og Tævan að komast inn í leikinn á ný. Við tókum síðan öll völd á ísnum í þriðja og síðasta leikhlutanum og settum á þá 4 mörk til viðbótar 9-4 endanleg úrslit. Í skotum unnum við 55:24 (16:7, 20:9, 19:8)

Þórir Aspar var á milli stanganna í dag og varði 20 skot af 24 sem hann fékk á sig sem gerir 83,33% markvörslu. 

Mörk: Níels Hafsteinsson 2, Alex Máni Sveinsson 1, Arnar Helgi Kristjánsson 1, Kristján Jóhannesson 1, Hektor Hrólfsson 1, Uni Blöndal 1, Benedikt Olgeirsson 1, Gunnlaugur Þorsteinsson 1, 

Stoðsendingar: Kristján Jóhannesson 3, Arnar Helgi Kristjánsson 2, Bjarmi Kristjánsson 2, Viggó Hlynsson 2, Níels Hafsteinsson 2, Uni Blöndal 1, Gunnlaugur Þorsteinsson 1, Ólafur Björgvinsson 1, Ormur Jónsson 1, Alex Máni Sveinsson 1, 

Drengirnir koma heim um miðjan dag á morgun.