Bikarmót U14 - Greifabikarinn

Greifabikarinn 2019
Greifabikarinn 2019

Um helgina fór fram á Akureyri bikarmót Íshokkísambands Íslands fyrir aldurshóp U14.  Skautafélag Akureyrar var framkvæmdaraðili mótsins og tók á móti liðum frá SR og Fjölni.

Veitingastaðurinn Greifinn á Akureyri kom að þessu móti og fengu þátttakendur mótsins að gæða sér á ljúffengum pizzum að hætti Greifans.

Allir þátttakendur stóðu sig vel á mótinu og lið íshokkídeildar Fjölnis, Björninn,  stóðu uppi sem sigurvegarar.