Ástralar lagðir í Serbíu 6 - 0 - uppfært

Alex Máni gefur fimmu á línuna eftir að hafa tekið við verðlaunum sem besti leikmaður liðsins í þess…
Alex Máni gefur fimmu á línuna eftir að hafa tekið við verðlaunum sem besti leikmaður liðsins í þessum leik.

 

Landslið Íslands skipað leikmönnum yngri en 20 ára (U20) lék í dag sinn fyrsta leik í heimsmeistarakeppni IIHF og leikið er í Belgrad Serbíu. Fyrsti andstæðingurinn var lið Ástralíu sem er þekkt fyrir að leika þétt og fast. En ekkert kom okkar mönnum á óvart í leik Ástrala. Liðið spilaði vel og var með yfirhöndina á leiknum allan tíma. Það var aðdáunarlegt að sjá yfirvegun og skipulag sem skilaði öruggum 6 - 0 sigri á liði Ástralíu. 

Mörk íslands: Gunnlaugur Þorsteinsson 1, Birkir Einisson 1, Alex Máni Sveinsson 1, Ormur Jónsson 1, Ýmir Hafliðason 1, Viggó Hlynsson 1, 

Stoðsendingar: Arnar Helgi Kristjánsson 2, Níels Hafsteinsson 1, Haukur Karvelsson 1, Viggó Hlynsson 2, Alex Máni Sveinsson 1,   Haukur Steinssen 1, 

Besti leikmaður Íslands: Alex Máni Sveinsson

Næsti leikur er á morgun mánudag við Rúmeníu klukkan 15:00 að okkar tíma.  Streymi má finna hér