Andfætlingarnir númeri of stórir í dag

Frá leikmannabekknum í Búlgaríu við upphaf leiks
Frá leikmannabekknum í Búlgaríu við upphaf leiks

Fyrr í dag tapaði landslið kvenna skipað leikmönnum 18 ára og yngri sínum fyrsta leik á heimsmeistaramóti IIHF deild IIB sem leikin er í Sofíu Búlgaríu. Andstæðingarnir frá Nýja Sjálandi reyndust okkar stúlkum erfiðar í dag. Fyrir mótið léku þessi lið sem bæði koma langt að í þetta mót æfingaleik sem við unnum nokkuð auðveldlega 3-1. En í dag voru heilladísirnar ekki með okkur í liði.  Við áttum 30 skot á markið á meðan Nýja Sjáland átti bara 16 skot. En þrátt fyrir það þá náðum við ekki að skora.  Þetta er grátleg staðreynd að í þessum leik áttum við helmingi fleiri skot á markið en andstæðingarnir en það dugði ekki til.  En heilt yfir er liðið búið að standa sig vel, umfram væntingar þrátt fyrir nokkur vonbrigði eftir þessa rimmu. 
En nú er bara að setja þetta afturfyrir sig og stilla inn hugann fyrir næsta leik sem verður laugardaginn 13. jan gegn heimamönnum Búlgörum. Hefst sá leikur klukkan 14:30.