Alþjóðleg mót ÍHÍ 2020-2021

Þátttaka Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) og aðildarfélaga í alþjóðlegum mótum tímabilið 2020-2021 er hér sem segir;

Landslið karla tekur þátt í IIHF 2021 Ice Hockey World Championship Div IIb 18. – 24. apríl 2021. Þátttökuþjóðir auk Íslands, Belgía, Nýja Sjáland, Georgia, Mexico og Búlgaría. Keppnisstaður Skautahöllin í Laugardal.

Landslið kvenna tekur þátt í IIHF 2021 Ice Hockey Women´s World Championship Div IIb 7. – 13. mars 2021. Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Ástralía, Nýja Sjáland, Tyrkland, Króatía og Suður Afríka. Mótsstaður er Zagreb í  Króatíu.

Landslið kvenna tekur þátt í undankeppni Olympíuleikanna 2022. Um er að ræða riðil J sem leikinn verður 17. – 20. desember 2020. Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Hong Kong, Búlgaría og Litháen. Mótsstaður er Egilshöll, Reykjavík. Sigurvegarinn tekur þátt í riðli F sem leikinn verður í Suður Kóreu 11-14 febrúar 2021.

Landslið U20 drengja tekur þátt í IIHF 2021 Ice Hockey U20 World Championship Div IIb 8. – 14. febrúar 2021. Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Serbía, Holland, Kína, Króatía og Belgía. Mótsstaður er Belgrad í Serbíu.

Landslið U18 drengja tekur þátt í IIHF 2021 Ice Hockey U18 World Championship Div IIIa 29. mars – 4. apríl 2021. Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Belgía, Ísrael, Tyrkland, Mexíkó og Kínverska Taipei. Mótsstaður er Istanbúl í Tyrklandi.

Landslið U20 stúlkna mun taka þátt í fjögurra þjóða móti sem stefnt er að halda á Íslandi nóvember 2021. Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Spánn, Póland og Bretland.

Skautafélag Akureyrar, meistaraflokkur karla SA Víkingar, tekur þátt í álfukeppninni, Continental Cup 16. – 18. október 2020. Þátttökulið auk SA eru Kaunas Hockey frá Litháen, Barca Hockey frá Spáni og HC Bat Yam frá Ísrael. Mótsstaður er Skautahöllin á Akureyri.

Frétt á síðu alþjóðaíshokkísambandsins, ýtið hér.