A-landslið karla komið til Serbíu

Næst komandi sunnudag hefst keppni IIHF Div2A þar sem A-karlalandslið Íslands tekur þátt.  Mótherjar að þessu sinni, auk heimamanna Serba eru Ástralía, Ísrael, Króatía og spútniklið Sameinuðu Arabísku Furstadæmana en þeir hafa farið upp um hverja deildna á eftir annari síðustu ár en þeir lögðu af stað í sína vegferð árið 2019 í undankeppni þriðju deildar á HM.  Nú 5 árum síðar eru þeir búnir að ná okkur íslendingum í Div2A eða búnir að keyra upp um þrjár deildir síðustu 5 ár en hafa verður í huga að ekkert var spilað árið 2020 og 2021 á HM þannig að það mætti segia að þeir hafa farið upp um deild á hverju ári sem þeir hafa spilað.  Yfirburðir þeirra í Div2B í fyrra voru þónokkrir þar sem þeir sigruðu alla sína andstæðinga sannfærandi, fyrir utan leikinn gegn Belgíu þar sem úrslitin réðust á einu marki.

Hvað sem því líður ætla okkar strákar að taka hraustlega á móti sínum mótherjum, enda höfum við mætt öllum hinum þjóðunum nokkuð oft og erum farnir að þekkja þessi lið en það er samt ekki á vísan að róa.

Fyrsti leikur liðsins er á sunnudag kl.10:30 (að íslenskum tíma) og er sá leikur gegn Króatíu.

Nánar má sjá leikjadagskrá mótsins hér. - Tengill á beint streymi verður settur hér á vefinn á leikdegi.

A-landslið karla í íshokkí 2024 skipa

Alex Máni Sveinsson
Andri Már Mikaelsson
Arnar Kristjánsson
Gunnar Aðalgeir Arason
Hákon Marteinn Magnússon
Halldór Skúlason
Heiðar Jóhannsson
Hilmar Sverrisson
Ingvar Þór Jónsson - "C"
Jakob Jóhannesson
Jóhann Björgvin Ragnarsson
Jóhann Már Leifsson - "A"
Kári Arnarsson
Kristján Jóhannesson
Ólafur Björgvinsson
Róbert Hafberg
Róbert Pálsson - "A"
Uni Steinn Blöndal
Unnar Hafberg Rúnarsson
Viggó Hlynsson
Þorgils Eggertsson

Vlado Kolek - Aðalþjálfari
Miloslav Racansky - Aðstoðarþjálfari
Rúnar Freyr Rúnarsson - Liðsstjóri
Helgi Páll Þórisson - Miðlun
Ari Gunnar Óskarsson - Tækjastjóri
Bergþór Snær Jónasson - Sjúkraþjálfari