Hlutverk ritara leiksins er að sjá um uppsetningu leikskýrslu fyrir leik og sjá til
þess að hún sé undirrituð af þjálfurum liðanna nokkru áður en leikur hefst. Á
meðan leik stendur ritar ritari mörk, refsingar og annað það sem í skýrslunni á
að vera, ritari ber einnig ábyrgð á að dómari séu rétt skráðir upp á stigatöfluna,
hann þarf að tilkynna til dómara ef villa er í skráðum tíma á stigatöflu og réttum
tíma leiksins. Ritari þarf einnig að sjá til þess að allar leiðréttingar sem
dómarinn óskar eftir séu framkvæmdar, hann þarf að láta dómara vita ef
einhver fær annan Misconduct (10mín) dóm í sama leiknum og að láta
dómarann vita ef einhver tekur þátt í leiknum sem er ekki á samþykktri
leikskýrslu. Að loknum leik sér ritari til þess að dómari undirriti skýrsluna
þannig að leiknum sé lokað, þá þarf hann að sjá til þess að afrit af leikskýrslunni
berist skrifstofu ÍHÍ og að dómarinn fái með sér afrit af skýrslunni óski hann eftir
því. Ritari þarf einnig að láta dómarann vita ef leikmaður sé ekki á leikskýrslu
áður en leikur hefst eftir stopp. Starfsmaður sem sinnir hlutverki ritara þarf að
hafa náð 18 ára aldri.