Markadómarar

Í upphafi hvers leikhluta eiga markadómarar að fylgjast með þeim aðaldómara
sem sér um dómarauppkastið. Þegar hann biður um það þá eiga þeir að
staðfesta að þeir og búnaður þeirra sé tilbúin með því að kveikja á rauða
ljósinu. Hlutverk markadómara er að fylgjast með hvort pökkurinn fari yfir
markalínu á því marki sem þeir sitja við og bera ábyrgð á. Ef það gerist kveikja
þeir á rauða ljósinu og láta það lýsa þar til aðaldómari hefur örugglega gefið
merki annaðhvort mark eða ekki mark. Þeir eiga líka að skrá niður fjölda skota
á mark, pökkurinn verður þá að hafa stefnt inn í markið áður en markmaðurinn
eða einhver annar leikmaður nær að stöðva hann. Ekki telst með ef pökkurinn
stefnir á stangirnar eða utan við þær. Ef aðaldómari óskar eftir því að tala við
markadómara þá á hann að gera það og svara eingöngu spurningum dómara í
stuttu máli. Við lok hvers leikhluta á markadómari að skil inn upplýsingum um
skot á mark til ritara. Starfsmaður sem sinnir hlutverki markadómara þarf að
hafa náð 18 ára aldri.