Hliðarverðir sjá um að opna og loka refsiboxum þegar við á, þ.e. þegar refsing
leikmanns hefst og lýkur (gæta skal sérstaklega að því að refsibox sé opnað
þegar refsiklukkan sýnir 0). Hliðarverðir skulu einnig sjá til þess að mörk séu
boruð niður fyrir leik og færð fyrir heflun. Hliðaverðir skulu láta leikmanni í té
upplýsingar um hversu langt er eftir af refsingu hans óski leikmaður eftir því og
láta ritara vita ef leikmaður fer of snemma úr refsiboxinu.