Íshokkíþing 2023

Íshokkíþing 2023 verður haldið á Akureyri 13. maí næstkomandi í Pakkhúsinu, Hafnarstræti 19 Akureyri.

Þingið hefst stundvíslega 10:45. Nánari dagskrá verður send á aðildarfélög ÍHÍ, ÍBR, ÍBA og ÍSÍ þegar nær dregur þingi.

Íshokkkíþing fer með æðsta vald í málefnum ÍHÍ og er það haldið annað hvert ár á tímabilinu 1. mars til    31. maí.

Þingið sitja fulltrúar frá þeim íþróttabandalögum og héraðssamböndum sem mynda ÍHÍ.
Fulltrúafjöldi hvers aðila fer eftir fjölda keppnisflokka sem tekið hefur þátt í Íslandsmótum á næsta heila tímabili á undan.

  • a) Fyrir hvert keppnislið í meistaraflokki karla og kvenna koma 2 fulltrúar.
  • b) Fyrir hvert keppnislið í 1. til 7. flokki kemur 1 fulltrúi.
  • c) Stjórn hvers héraðssambands/íþróttabandalags, sem hefur íshokkí innan sinna vébanda, skal þó eiga rétt á einum fulltrúa sem hefur málfrelsi og tillögurétt, á sérsambandsþing til viðbótar við fulltrúa félaga innan viðkomandi héraðssambands/íþróttabandalags.

Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu skulu berast stjórn ÍHÍ minnst þremur vikum fyrir þing.
Á Íshokkíþingi hafa fulltrúar einir atkvæðisrétt, en rétt til setu á þinginu, með málfrelsi og tillögurétt hafa:

  • a) Stjórn ÍHÍ
  • b) Heiðursformaður og heiðursfélagar
  • c) Framkvæmdastjórn ÍSÍ
  • d) Fastráðnir starfsmenn ÍHÍ og ÍSÍ.
  • e) Allir nefndaraðilar ÍHÍ

Stjórn ÍHÍ skal skipuð 5 aðilum . Kjósa skal bundinni kosningu, fyrst formann og síðan aðra stjórnaraðila. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.

Kjósa skal 3 aðila í varastjórn ÍHÍ.

Tilkynningar um framboð til stjórnar skulu berast skrifstofu ÍHÍ eigi síðar en 2 vikum fyrir Íshokkíþing.

Aðilar sem kosnir eru í stjórn ÍHÍ geta ekki jafnhliða setið í stjórn íshokkídeilda aðildarfélaga.

Helstu störf stjórnar ÍHÍ eru:
a) Að framkvæma ályktanir og samþykktir íshokkíþings.
b) Að annast rekstur ÍHÍ.
c) Að vinna að eflingu íshokkís.
d) Að semja leikreglur og reglugerðir fyrir íshokkííþróttina.
e) Að sjá um að farið sé eftir viðurkenndum reglum, lögum ÍHÍ og fyrirmælum
íshokkíþings.
f) Að ákveða stund og stað fyrir íshokkíþing.
g) Að senda framkvæmdastjórn ÍSÍ lögboðnar skýrslur og tilkynningar.
h) Að koma fram erlendis fyrir hönd íshokkííþróttarinnar á Íslandi.

Að öðru leiti má lesa reglur um íshokkíþing í lögum ÍHÍ á heimasíðu sambandsins.

 

Bestu kveðjur/ Konráð Gylfason