Óskir og þakkir.

Nú þegar allir U18 liðsmennirnir eru komnir heim er ekki úr vegi að óska þeim til hamingju með góðan árangur og hafa verið liði og þjóð sinni til mikils sóma. Einnig viljum við skila hamingjuóskum frá Ólafi Rafnssyni forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um leið og við þökkum fyrir stuðninginn úr þeirri átt.

Að lokum viljum við þakka fararstjórn og þjálfara góð störf en þeir eru frá vinstri talið: Einar Óskarsson tækjastjóri, Sergei Zak þjálfari, Árni Geir Jónsson fararstjóri og Björn Geir Leifsson læknir.

HH