Lifandi útsending.

Einsog sjá mátti náðist ágætis árangur í beinu útsendingunni í kvöld. Ennþá eru þó hnökrar en þeim fer ört fækkandi. Um næstu helgi eru bæði 2. flokks leikur og 4. flokks mót á Akureyri og gert er ráð fyrir að kerfið verði nýtt á þeim leikjum. Á næstu dögum förum við svo í að lagfæra og setja inn þá leiki sem leiknir hafa verið og þá fer tölfræði fyrir hvern leikmann að birtast hérna. 

HH