Úrskurður Aganefndar 30.01.12

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og  Víkinga í meistara flokki karla sem leikinn var þann 27.01.2012.

Leikmaður Víkinga nr. 23 Josh Gribben hafði áður fengið 2+10 dóm í leiknum fyrir Checking to The head þegar hann hlýtur sinn annan misconduct dóm og þar með brottvísun úr leik. (GM) fyrir Game Misconduct.

Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.

Er það mat aganefndar að aðdragandi dómsins og eftirleikur kalli á þyngingu dóms. Með þyngingu dómsins eru þau skilaboð send að öfgafullar og ögrandi aðgerðir er snúa að dómurum og starfsfólki leikjanna verða ekki liðin án viðurlaga. Er það mat aganefndar að leikmaðurinn hljóti leikdóm að auki fyrir atvikið Match Penalty (MP)

 

Vísað er til bókunar frá aganefndarfundi þ. 11-11.2008 þar sem m.a. segir: Leikmenn sem eru að taka út refsingar í einum aldursflokki geta ekki leikið með öðrum aldursflokkum á meðan þeir eru að taka út leikbann sitt. Leikmenn geta þó aldrei tekið út fleiri leiki í bann í öðrum flokkum en sem nemur þeim leikjum sem fékkst fyrir frumbrotið.

Á þetta við hvort sem leikmenn hljóta leikdóm (Match Penalty (MP)) eða safna tveimur brottvísunum úr leik (Game Misconduct (GM)).

f.h Aganefndar

Stefán Örn Þórisson
Jón S Hansson
Árni Geir Jónsson
Sigurður Kr. Björnsson