Úrskurður Aganefndar 18.11.2013

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik SR Fálka og Húna í meistaraflokki karla sem fram fór í Laugardal 12.11.2013 

Leikmaður SR Fálka nr. 33, Daníel Freyr Jóhannsson, hlaut leikdóm (MP) fyrir að skauta utan í dómara ásamt því að vera með kjafthátt.

Samkvæmt reglum ÍHÍ og IIHF felur leikdómur (MP) í sér eins leiks bann en nefndinni er heimilt að þyngja refsingu með viðeigandi hætti í samræmi við alvarleika brotsins hverju sinni.  Sem fyrr er Aganenfd algjörlega samstíga um að beita þá leikmenn sem á einhvern hátt viljandi snerta dómara harðari refsingum en almennt er og tekur úrskurður Aganefndar mið af því. Einnig kemur fram í skýrslu aðaldómara að fyrrnefndur leikmaður hafi eftir að honum var vísað úr leiknum haldið á áhorfendapalla en reglur kveða á um að leikmaður skuli halda sig í búningsklefa eða yfirgefa keppnisstað sé honum vísað úr leik.

Úrskurður: Daníel Freyr Jóhannsson leikmaður Skautafélags Reykjavíkur er úrskurðaður í fjögurra leikja bann.  Þar af þrjá leiki fyrir brot sitt gagnvart dómara leiksins auk eins leiks banns fyrir að fara á áhorfendapalla eftir að honum hafði verið vísað úr leiknum. Bannið er allsherjarbann.

Fh. Aganefndar

Viðar Garðarsson 
formaður