Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Víkinga og Húnanna í meistara flokki karla sem leikinn var þann 06.11.2011.
Leikmaður Húnanna nr. 27 Ingi Þór Hafdísarson hlaut brottvísun úr leik. (GM) fyrir Game Misconduct.
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.
Vísað er til bókunar frá aganefndarfundi þ. 11-11.2008 þar sem m.a. segir: Leikmenn sem eru að taka út refsingar í einum aldursflokki geta ekki leikið með öðrum aldursflokkum á meðan þeir eru að taka út leikbann sitt. Leikmenn geta þó aldrei tekið út fleiri leiki í bann í öðrum flokkum en sem nemur þeim leikjum sem fékkst fyrir frumbrotið.
Á þetta við hvort sem leikmenn hljóta leikdóm (Match Penalty (MP)) eða safna tveimur brottvísunum úr leik (Game Misconduct (GM)).
f.h Aganenfdar
Stefán Örn Þórisson
formaður