Til hamingju......

Engin vafí er á því að íbúar í bæjarfélögum í nágrenni Reykjavíkur hafa áhuga á að byggt sé skautasvell í sveitarfélögum sínum. Í nefndum og ráðum Garðabæjar hafa komið fram tillögum um byggingu skautasvells og hefur tillagan hlotið góðan hljómgrunn. Í Kópavogi, þar sem er gott að búa, má sjá í málefnasamningi Sjálfstæðisflokks og Framsóknaflokks að skautahöll skuli byggð á kjörtímabilinu. Í Hafnarfirði lagði bæjarfulltrúi fram tillögu um byggingu skautasvells og hlaut sú tillaga góðar undirtektir. Jóhann Björn Ævarsson, áhugamaður um skautaíþróttir,  samgladdist með Hafnfirðingum í grein í bæjarblaði þeirra hafnfirðinga, Fjarðarpóstinum og má sjá greinina í góðri upplausn hér. Vonandi fer því skautaáhugafólk að sjá fram á aukna aðstöðu skautaíþróttunum til heilla.

HH