SR vann SA 7 - 4.

Í gærkvöldi fór fram 2.viðureign SR og SA um Íslandsmeistaratitilinn og að þessu sinni fór leikurinn fram á Akureyri.  Það voru gestirnir úr Skautafélagi Reykjavíkur sem opnuðu markareikninginn með fallegum ristskoti úr slottinu uppí skeyting framhjá Michal Kobezda frá Mirek Krivanek eftir sendingar frá Stefáni Hrafnssyni og Ágústi Ásgrímssyni yngri.  Á 15. mínútu lotunnar jafnaði svo Jón Gíslason fyrir SA eftir sendingu frá Clark McCormick.  SA var enn að fagna þegar Zdenek Prochazka stakk sér í gegnum vörn SA eftir sendingu frá Krivanek og skoraði í gegnum klofið á Kobezda, 14 sekúndum eftir marka SA.
 
Fleiri urðu mörkin ekki í 1. lotu, staðan 2 – 1 fyrir gestina og leikurinn mjög spennandi.  Á 4. mínútu 2. lotu komst Steinar Grettisson af harðfylgni í gegnum vörn SR eftir sendingu frá Marian Melus og settann úr þröngu færi upp í þaknetið fram hjá Birgi Erni Sveinssyni í marki SR, og jafnaði þar með leikinn aftur fyrir SA.  Rétt rúmri mínútu síðar jók Steinar Páll Veigarsson muninn aftur fyrir SR með góðu langskoti við ísinn eftir sendingu frá Stefáni Hrafnssyni.  Það var síðan þjálfari SA Jan Kobezda sem jafnaði fyrir sína menn með þrumuskoti utarlega í slottinu eftir sendingu frá McCormick.  SR ingar komust aftur yfir með marki frá Krivanek eftir sendingu frá Prochazka eftir slæm varnarmistök SA.
 
Staðan var þá orðið 4 – 3 fyrir SR þegar lotunni lauk og liðin skipst á að skora alveg frá upphafi leiks.  SA byrjaði lotuna manni færri en liðið lenti í miklum brottrekstrarvandræðum og m.a. var Jan Kobezda að sitja af sér 2+10 mínútna dóm fyrir ákeyrslu í höfuð.  Síðasta lotan einkenndist af mikilli hörku og t.a.m. fékk SA 61 mínútu í refsiboxinu í þessari einu lotu og SR 39 mínútur. 
 
SR vann síðustu lotuna með 3 mörkum gegn 1 en vendipunktur leiksins var um miðbik lotunnar þegar Jan Kobezda var vikið úr leiknum fyrir kjafthátt við dómara.  Sá brott rekstur gaf SR 4ra mínútna power play sem þeir nýttu sér vel og skoruðu tvö mörk.  Einnig fengu Birkir Árnason og Arnþór Bjarnason 10 mínútna dóma hjá SA og Steinar Páll Veigarsson hjá SR.  Þegar ein mínúta var eftir af leiknum urðu mikil læti við mark SR og Birgir Örn Sveinsson uppskar Match Penalty fyrir að slá til leikmanns með kylfunni.  Aron Leví Stefánsson stóð vaktina í marki SR sem eftir lifði leiks.  Mörkin í lotunni skoruðu Jón Gíslason fyrir SA og þeir Prochacka, Krivanek og Andy Luhovy fyrir SR.
 
Leiknum lauk með 7 – 4 sigri Skautafélags Reykjavíkur og geta þeir nú tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn á heimavelli.  SR hefur þó orðið fyrir mikilli blóðtöku þar sem bæði Birgir Örn Sveinsson og Rúnar Freyr Rúnarsson verða í leikbanni.
 
Mörk og stoðsendingar
SA:  Jón Gíslason 2/0, Clark McCormick 0/2, Steinar Grettisson 1/0, Jan Kobezda 1/0, Marian Melus 0/1, Bobik 0/1.
SR:  Mirek Krivenek 2/3, Zdenek Prochazka 2/2, Stefán Hrafnsson 0/3, Steinar Páll Veigarsson 0/1, Ágúst Ásgrímsson 0/1.
Brottvísanir  SA:  87 mín þar af 16x2 mínútna dómar, 1 game og 3x10 mínútna dómar
Brottvísanir SR:  53 mín þarf af 9x2 mínútna dómar, 1 match og 1 10 mínútna dómur.
Skot á mark SA:  29
Skot á mark SR:  30