Rúv - bein útsending.

Í leik morgundagsins milli Bjarnarins og Skautaféalgs Akureyrar sem sýndur verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 15.00 verður gerð athyglisverð tilraun. Á dómara leiksins verður settur míkrafónn þannig að mögulegt er að heyra hvað dómara og öðrum starfsmönnum leiksins fer í milli og einni samskipti hans við leikmenn. Danir hafa notað sama hátt á í beinum útsendingum frá sýnum leikjum og hefur þetta notið mikilla vinsælda. Leikmönnum liðanna verður að sjálfsögðu tilkynnt um þetta formlega fyrir leik en þeir sem muna einhver ár aftur í tímann kannast við að þetta hafi verið reynt áður í knattspyrnuleik hér á landi. Þá var leikmönnum reyndar ekki kynnt hvað stæði til og sumt af því sem þar fór fram var leikmönnum ekki til mikils sóma. Við hérna hjá ÍHÍ teljum hinsvegar að það sé vel þess virði að prófa og t.d. þegar dómari tilkynnir dóm þá fá áhorfendur hann frá fyrstu hendi.

HH